Saturday, October 18, 2008

...og enn einn fimmtudagurinn;)


Það er laugardagur... víííí.. þá situr maður bara upp í rúmi og hofir á sjónvarpið eða þykist læra eitthvað, en það er alveg hægt að læra af sjónvarpinu líka! Kemur oft eitthvað gáfulegt út úr því....eða að minnsta kosti stundum.
Eða þá að maður liggur eins og klessa uppí rúminu og reynir að telja sér trú um það að maður sé bara að ímynda sér að maður sé ennþá þunnur eftir skrallið á fimmtudaginn... :P Seinni hlutinn á eiginlega við mig, þó ég sé skárri núna en í gær... var á tímabili að spá í að leggjast bara í dvala þangað til á mánudaginn;) ..eða þess vegna aðeins lengur...
En það er víst ekki nógu sniðugt því það er svei mér þá nóg að gera!! Ojá! Tvær ritgerðir og svo verkefni hér og þar og allstaðar... En ég tek það í nefið eins og allt hitt nema bókfærslu... Eða já, ég er ekki ennþá búin að fá útúr bókfærsluprófinu, og satt að segja langar mig bara ekki baun í það!! veit alveg að þetta verður einhver hroðalegur hryllingur...! En þá er bara að byrja uppá nýtt og reyna að læra þetta betur... En hins vegar gekk mér alveg ótrúlega vel í hinum prófunum; 9,7 í nytjajurtum og jarðvegsfræði, 8,7 í búfjárrækt og 8,2 í efnafræði... Svo þetta gengur svosem ágætlega og því bara allt í góðu að detta í það einu sinni í viku eða svo, og það á fimmtudögum! Strax farið að hlakka til næsta fimmtudags:D:D
En sem sagt þá átti að vera partý hjá Geir og Grana en þeir beiluðu á því blessaðir... svo við vorum flest baa uppá vist í billjard og eitthvað og fórum svo til Laugu spaugu... Alltaf partý þar!!;) og líka bestu partýin;) Svo fórum við bara á barinn, Jónas gleymdi að lemja mig eða þá að ég tók bara ekki eftir því og svo er ég með harðsperrur eftir að hafa farið í fótbolta... Eftirpartýið var ekkert spes... svo ég var nú ekki lengi þar... Og svo var ég nánast dauð úr þreytu og þynnku á föstudaginn og Þórunn kennari var alveg viss um að ég væri að sofna, en haha! ég hélt mér vakandi allan tíman og gerði alveg helling af dæmum í efnafræði þó að ég gæti ekki einu sinni fókusað á töfluna...
En ég held að maður taki því aðeins rólegar næsta fimmtudag... ætla allavega ekki að hrynja í það þá! kannski bara svona smá... ;) En svo er Hrútavinafélagið Hreðjar með ferð næstu helgi og ÉG ÆTLA!! missi ekki af því fyrir miiilljón!
og já.... P.S. Lauga vann!!!:( en ég held að ég hafi verið í öðru sæti!! hahahahhaha!!! ;););)
Yfir og út ég á eldspýtu með anorexiu!!

Friday, October 10, 2008

...Að taka eitthvað í nefið...

Ég tók í nefið þrisvar í þessari viku. En það var ekki neftóbak heldur próf!... HAHAHA já ég tók þau í nefið... það er miklu fallegra að segja það en "ég tók það í rass*****". Eða það finnst mér að minnsta kosti. En semsagt þá var ég að klára miðannarprófin á fimmtudaginn; fór í búfjárrækt á mánudaginn, bókfærslu á þriðjudaginn, efnafræði á miðvikudaginn og jarðvegsfræði-og nytjajurtir á fimmtudaginn. Og það má segja það að þriðjudagar eru ekki mínir dagar, og ekki föstudagsmorgnar heldur;S
Svo var auðvitað fimmtudagsdjamm, og það í meira móti enda hálfgert próflokapartý:D Fór til Jóhanns og Jónasar og byrjuðum þetta frekar rólega... Allir bara að spjalla en svo fór restin af liðinu að koma og þá byrjuðu allir að syngja; meira að segja Eyþór, sem breyttist úr Neyþór í Jeyþór á augabragði! hahahaha... Og svo skvetti ég duglega yfir símann minn:S Það var samt ekki mér að kenna, því Frímann lét mér bregða svo rosalega að ég hélt að ég fengi hjartaáfall... og svo núna rétt í þessu var ég að skvetta helling af kertavaxi yfir nýju skólatöskuna mína... :'( búhúúú.. það er svona að vera brussulegur klaufi:(
En "aglavega" þá fórum við öll á barinn og þaaað var spes!! Sumir gátu ekki staðið í lappirnar og lágu nokkrum sinnum í gólfinu hahaha.. og dúettinn Nína og Geiri veitti okkur þá ánægju að mæta á svæðið. (wahahahaha)
SVO dansaði ég regndans á leiðinni í eftirpartý með Jóhanni og Stefáni og steig í hvern einn og einasta poll sem mögulegur var á leiðinni... og var alveg gegnblaut og úlpan mín er ennþá að þorna!! Og já, eftirpartýið var baaaaara gaman:D:D:D:D Hin geysivinsæla Lilja veitti mér þann heiður að syngja "rassgat og rassgat og píka, rassgat og rassgat og píka, gervitungl í hausinn, vonandi ekki þú líka"! Og það var svooo fyndið að ég er ennþá með harðsperrur í maganum af hlátri...og já hló nú svo sem að öðru líka!!;);)
Svo seint og um síðir var öllum hent út og við fórum í billjard uppá vist:D Og að sjálfsögðu vann ég!! haha.. eða svona vann og ekki vann... sigur er undarlegt hugtak...! Fór víst ekki að sofa fyrr en hálf fimm, eftir glæsilegan leik í billjardinu og vaknaði svo "eiturspræk" eða svo um hálf átta og dröslaðist bókstaflega í tíma. Og mér hefur ekki liðið jafn illa í langan tíma... Það var eins og það væru fimmtán pólskir smiðir að hamast í hausnum á mér!... Og það á meðan ég var í jarðvegsfræðitíma og efnafræði... Alkohól er að vísu efni en það fer ekki saman að hafa það í blóðinu og að reyna að læra að finna út hlutföll efna í efnajöfnum... En þetta kemur alllt kalda vatninu, enda drakk ég það í lítratali í morgun;)
Svo fórum við fimm í Hyrnuna og fengum okkur að éta.. Ahm það var svo gott:D:D Og þegar ég ætlaði að reyna að vinna upp svefnleysi vikunnar vildi ekki betur til en svo að það var einhver andskotans kóræfing eða guð má vita hvað og eg gat ekki sofið fyrir endalausu gauli... Og það hætti ekki fyrr en um tólf á miðnætti! Og svo sit ég hérna á rassalingnum með Kötlu og Jónasi og glápi á danska mynd um hana Nynne... Og þetta er bara alveg ágæt mynd, ótrúlegt en satt, miðað við upprunann;) Sýnist þau hafa það bara nokkuð kósý, Katla í sófanum með sængina sína eins og lítið barn að horfa á barnatímann;) hahaha... en maður á það nú skilið að slappa aðeins af eftir þessa viku:D
Svo eru ritgerðir og verkefni alla næstu viku og endalaust vesen hægri vinstri... Þyrfti svo að æfa mig á traktor við tækifæri og semja ræðu og afhjúpa eins og eitt skilti eða svo um helgina. Ef því verður ekki frestað eina ferðina enn.
En komið mun meira en mikið meira en nóg!!!
Yfir og út, ég er með björgunarkút!!!

Saturday, October 4, 2008

...PARTÝ, BÖLL OG PRÓF...

Ég þarf að gera alltof mikið. Og kem ekki helmingnum í verk. Eða bara nenni því ekki. Er búin að vera að smala tvær síðustu helgar, fyrri helgin var alveg djöf*** og dauði. Langt síðan ég hef þurft að hlaupa jafn mikið, og það í birkiskóg sem væri réttast að kveikja í sem fyrst. Ljóta ruslið... Og svo eru allir að væla yfir að kindur skemmi skóg og eitthvað helv**** kjaftæði.. ætti að senda allt það lið í smölun með mér, þar sem ekki er hægt að komast áfram fyir þessum fjára, þó að kindurnar gangi þarna allt sumarið! Held svei mér að ég fari og ráðist á þetta með sög næst þegar ég er í vondu skapi. Þyrfti að endurnýja göturnar sem voru þarna, en er núna vaxið yfir þær og hvergi hægt að komast nema með að festa hárið í trjánum og detta í holur og læki sem eru að fela sig undir trjánum... Svo í staðin fyrir að hóa eins og venjulegt fólk er ég bölvandi eins og fimmtugur sjóari að reyna að rífa hárið á mér laust úr greinunum... En það virkar svosem svipað...

En það góða við þetta var að allar kindurnar mínar eru komnar heim, og segiði svo að forystukindur séu bara með vesen; sei sei nei, hún Lóa min kom sko heim eins og venjulega, með gimbrarnar sínar, sem áttu að vera þrjár en ein dó. Get nú ekki sagt að þær séu vænar, enda þrílembingar fyrsta mánuðinn og þar að auki hreinar forystukindur. En vona samt að þær verði settar á. Golsa gamla kom líka með sínar tvær, veit ekki hvort hú verður sett á einn vetur í viðbót, á það alveg skilið sú gamla. Verð að minnsta kosti að endurnýja hana fljótlega, og það helst með nýrri Golsu. Mógolsa og Ógolsa komu auðvitað líka, báðar með tvö, og Þumalína með lambadrottninguna sína, mætti nú vera betra bak á henni:S Er víst ekki nóg að hún sé stór. Og já! Móra kom, með Svörtu-Móru. Er rosalega ánægð með þær, fyrsta lambið hennar og þegar maður horfði á öll lömbin stóð hún uppúr því hún er þónokkuð stærri en hin:D:D:D

Og svo fann ég vinkonu mína, hana Auka-Svört. Bjóst nú ekkert endilega við því að hún þekkti mig aftur, nýkomin af fjalli, en jú hún kom strax til mín. Ekki slæmt það;)

...Er samt pínu ósanngjarnt að ég sem reyni og reyni að spekja mínar eigin kindur, gengur ekkert með þær, heldur bara hinar. Plaaahh.... Búin að spekja tvær en mínar vilja ekki sjá mig, nema Þumalína, og þá bara til að bíta mig! Já hún er skrítin skrúfa...
Verður ekki smalað aftur fyrr en einhvern tíma í lok október, og þá verða líka ásetningsgimbrarnar valdar. Vona nú að ég eigi eitthvað af þeim;) En það kemur í ljós.
Er svo að hugsa um að skella mér á rúningsnámskeið ef það verður haldið hérna.. væri örugglega töff!:P
Fór í partý á fimmtudaginn... gaman gaman.. fór í partý í gær og á ball... ÆTLAÐI sko EKKI að dansa við nágranna minn takk fyrir!!.. Og svo er fullt af partýum í kvöld og líka ball... ogjá svo kannski notar maður sunnudaginn í lærdóm og svo ma´nudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í próf:S haha þetta reddast svei mér þá!:P:D
Farin að taka til og sofa...

Wednesday, September 24, 2008

ÉG ER GÁFNALJÓS...með sprungna peru...!



Fann hér eina gamla og góða.. Aðalheiður Kristjánsdóttir Hvanneyringur í húð og hár að NÍÐAST á mér, as usual;) ahhh.. vistin á Skaganum, hvað ég vildi að ég væri þar...NOOOOT!!! HAHAHAHAHA..

En þetta var daglegur viðburður á meðan ég bjó þar, Aðalheiður lét mig ekki vera...

Þegar við vorum saman í herbergi, fékk ég ekki svefnfrið.. Hún settist á rúmið mitt á hverju kvöldi og tilkynnti mér að sér væri illt í eyrunum... Svo stal hún ÖLLUM sokkunum mínum og beit á þá gat.. sérstaklega þessa skítugu. Svo spreyjaði hún hárið á mér grænt og meig í koddann minn. Svo ég tali nú ekki um það sem hún gerði við sængina mína... "AHHHH IT'S A POOOOPY"!!

Eftir að leiðir okkar skildi og ég færði mig um set yfir á hinn ganginn tók hún til við að hræða úr mér líftóruna, sérstaklega eftir að ég horfði á creepy myndir. The Grudge 2 er ekki fyrir viðkvæmar sálir eins og mínar og það notfærði Aðalheiður sér, þó hún kæmi ekki nálægt því... Hún lét nokkra ónefnda menn koma inn í herbergið mitt og hræða mig sundur og saman, sem lauk með því að ónefndur drengur kom á brókinni með gasgrímu að nánast drap mig úr hræðslu.. Og hvar Aðalheiður faldi sig á meðan er enn óljóst, enda á hún hulda kynlífsdyngju einhversstaðar í djúpum Hvanneyrar, og hefur eflaust verið þar. Að skemmta sér yfir óförum sálar minnar.

ÉG hef ekki enn beðið þess bætur að hafa kynnst þessari mannsveskju... en það var þess virði. Nú hef ég ekki lengur persónuleika og engar skoðanir, er alltaf hrædd og naga neglurnar ofan í kviku. En það er í tísku að vera svona svo TAKK elsku Aðalheiður mín. Megir Þú Lengi Lifa.

ATH: þessi frásögn er nánast algerlega byggð á hugarsmíð.. ekki taka henni alvarlega.

Friday, September 12, 2008

Komin af stað...

... en lenti í holu!
Er ennþá að reyna að átta mig á því að ég þarf að læra heima!.. og það er ansi erfitt að koma sér inní þetta aftur eftir svona pásu, sem var nú reyndar engin rosaleg pása... En ég er samt á réttum stað. Held að ég hafi sjaldan gert nokkuð jafn gáfulegt og að sækja um í búfræði :D Reyndar verð ég stundum alveg rosalega stressuð, því það er svo margt sem ég kann EKKI NEITT... til dæmis að keyra traktor... en það reddast. Kannski get ég fengið að æf mig hjá ömmu eða eitthva... sé til.

Leið yfir mig í gær... jeiiii.. svo ég skreið bara upp í rúm og var þar góðan part af deginum... dröslaðist svo á klúbbakynningu, og sé ekki eftir því... er sko pottþétt að fara í Búfjárræktarklúbbinn, Hrútavinafélagið Hreðjar og örugglega eitthvað fleira... :D

Var svo ómunalega mikill aumingi í gær að ég fór að sofa klukkan 22:30. Veitti ekki af svefni enda að kafna úr kvefi... en á meðan ég svaf eins og rotaður flóðhestur voru örugglega flestir aðrir bara á Kollubar... En það koma fleiri fimmtudagar, og föstudagar og lagardagar... hahaha..;)



Er búin að fá sófa til að hafa hérna í herberginu. Gott að þurfa ekki alltaf að sitja í svona stólum eins og eru á vistinni á Skaganum.. er nefnilega enginn skrifborðsstóll, bara rúm, 2 skrifborð og tveir svona venjulegir stólar. Og ég er alltaf hérumbil dottin á hausinn því ég er svo vön að ýta mér frá skrifborðinu í skrifborðsstól.. en þessir stólar detta bara aftur fyrir sig ef maður reynir eitthvað svoleiðis... Ætla ekki að segja hvers oft ég er búina ð gleyma því :S ehehhh..



Og svo styttist í smalanir... Held að fyrsta smölun hjá ömmu sé 21. september, svo maður verður að fara að æfa sig, gæti hlaupið upp og niður stigann, það er nú bara svipað, það er að segja ef ég gæti nú dregið inn svona eins og 50 brikitré og fest þau í stiganum.. en held að það myndi ekki vekja mikla lukku.. Hinir gætu svosem bara tekið lyftuna;)



Þarf að finna ullarsokkana mína og regnbuxurnar, því ég ætla að skella mér í Oddstaðarétt eins og venjulega.. hún er 17. september og ég get ekki beðið.. Hef aldrei sleppt því að fara í hana og það stendur ekki til næstu árin. Er orðin bara skrambi góð að þekkja kindurnar sem ég á að draga, þær eru allar svo líkar í framan að ég þekki þær á svipnum.

Mig langar til Noregs... bara svona rétt að skreppa:P Það sem minnir mig á Noreg eru broddgeltir. Eins og þessi á myndinni. Þeir eru svo krúttlegir.. en þeir bíta og hvæsa. Og þegar þeir skemmta sér heyrist í þeim eins og í litlum lestum... TJHÚ-THJÚ! hahhaa.. Langar svolítið að hitta allt þetta skyldfólk mitt... Hef ekki séð þau síðan 2005. Alltof langt. En kannski fer ég út á næsta ári í fermingu hjá skrímslinu honum frænda mínum;) kemur í ljós...

En fyrst á dagskrá er að glósa allt sem ég á eftir að glósa, og skila öllum þeim verkefnum sem ég á eftir að skila; það er nú reyndar bara eitt, og svo að finna öll lömbin mín þegar það er búið að smala, og þaueru sko 10 takk fyrir! Þar af tvær forystugimbrar :D og ein svört og svo fimm hvítar gimbrar og tveir hrútar. Og svo er bara að sjá hvernig hún Golsa gamla hefur það og reyna að fá að hafa hana í bara eitt á enn.. hún er svo góð:'(
~> Gunna í gúmmiskónum er farin!!

Tuesday, September 2, 2008

Byrjuð í skólanum...!

ÞAÐ er kominn september, fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því.

Og ég er byrjuð í skólanum. Og þetta verður miklu strembnara (töff orð;)) en ég hélt. Er að fara að skrifa ritgerð um nytsemi sveppróta í jarðvegi, læra um próteinþörf jórturdýra, læra að þekkja skrilljón grastegundir í sundur sem eru nánast alveg eins og svo á ég að læra að mjólka með róbót... ÉG vil EKKI eiga BELJUR!! en svona er þetta og mér lýst bara vel þetta... verð bara að reyna að fá frí svo ég komist í réttirnar því annars held ég ekki sönsum... :P

Og já, efnafræði og hlunnindi og nýsköpun með henni Þórunni Reykdal... Þekki hana nú síðan á Kleppi. Það er samt pínu vandræðalegt hvað allir hérna þekkja mig... "Nei hæ Gunna Mæja!" ...og ALLIR horfa á mig, með svona "oh kennarasleikja" svip. Kemur sér samt stundum vel;)
Þekki næstum enga hérna á vistinni, er samt alltaf að kynnast nýju og nýju fólki... það er samt dálítið tricky því það er nú ekki beint það auðveldasta sem ég geri, fer alltaf alveg í kleinu og veit ekkert hvað ég á að segja.... Og svo höfum við þurft að kynna okkur í nánast hverjum tíma; svona svo kennararnir læri hvað við heitum:P svo ég er aðeins farin að muna hvað hver heitir:D

En annars er voða lítið að frétta... hætti í Húsafelli 24. ágúst:D og var svo heima að reyna að koma einhverju skepulagi á draslið mitt og hefur einhvern veginn tekist að týna fullum kassa af VERY important glósum úr vistfræðinni!!... OG ÉG SEM GLÓSAÐI SVO MIKIÐ!!! :'( en hann vonandi finnst einhversstaðar.... Svooo flutti ég á heimavistina á Hvanneyri á miðvikudaginn... tók mig tvo daga að finna sturturnar... og þær líta út eins og heimsklassa hryllingsmyndasturtur... vantar bara ógeðslegu köngulóna að skríða uppúr niðurfallinu, en það hefur sem betur fer ekki gerst enn sem komið er því ÞAÐ yrði mitt síðasta!! hins vegar var einhver önnur padda að skríða á gólfinu en ég var nú fljót að ganga frá henni með Ajax-Triple action!! HAHAHAHAH... gott á hana!!

Helgin fór í ball á föstudaginn... hef sjaldan verið á jafn troðnu balli; og það með GEIRMUNDI... og mömmu.
Fór svo í fjós með frænku minni og mér til skelfingar þurfti ég að MJÓLKA. Hef verið logandi hrædd við beljur frá því ég var í Noregi og "Krölla" reyndi vísvitandi að kremja mig til dauða. Og þessar blessuðu beljur voru ekkert á því að vera þægar við mig... sparka í mig og slá mig í rassinn með halanum :S En það var nú samt ein sem á hrós skilið fyrir almennilegheit, því hún stóð kyrr eins og stytta á meðan ég þvoði hana og setti á hana tækin... Ahhh ég ætla að stela henni og hafa hana í garðinum hérna fyrir utan:D

Og svo fer að styttast í smööölun... eins gott að ég verði hætt að vera með nefrennsli og illt í hálsinum þá... og ætti að verða í betra formi þá því ég er ALLTAF að labba upp og niður stigann:D

En lífið er gott því sjónvarpið virkar ->LOFTNET geta bjargað deginum:D

Kveð veröld rafrænna samskipta að sinni, í skjábirtuvímu og farin að horfa á Skjá1; með örlítilli snjókomu! :D

Monday, August 11, 2008

...ÞÚ SEGIR ÞAÐ!!;)

ÓJÁ! ég var að fá alveg hreint ótrúlegar fréttir í gær... Mér var sagt að ég væri alkahólisti, sem er eitthvað sem ég hafði nú bara engan veginn gert mér grein fyrir!;) Og ákveðin alveg hreint "indisleg" manneskja hefur víst tekið það að sér að tilkynna ÖLLUM það. Fallega gert. Og já... þessi sama "indislega" manneskja læsti mig úti út mínu eigin húsi tvö kvöld í röð!!! FKN BEEEEEYYGLAAA!!!
En helgin var ágæt, fyrir utan þessar óskemmtilegu uppákomur... Var smá partý hjá Elsu á föstudagskvöldið... Það var nú bara gaaaaman:D alveg gomma af fólki og svona, og það í þessu ööörlitla húsi:D Einhverra hluta vegna kláraðist Passoa flaskan mín (uuu dööö ég er alki!!;)) og ég varð að fara heim í ÁSBRÚN 6 til að geta sofið, þar sem ég var læst úti...! Svo ég fékk far heim og var komin í rúmið hennar Viggu sem hún var sem betur fer ekki í um sexleytið um morguninn. :D svo vaknaði ég um tíu því ég var svo rooosalega þunn að ég bara gat ekki sofið! :S Fór svo grútþunn í bæinn með Eyrúnu, þar sem hún varð alveg fárveik og endaði með því að ÉG varð að reyna að keyra heim til hennar í bænum í SJÁLSKIPTUM bíl... og það endaði alveg ótrúlega vel... en var samt smá fyndið svona eftir á;)
Fórum svo heim og ég náði að redda mér fari upp í Húsafell... með smá veseni... og endaði í frekar tónlistarlausu partýi heima hjá Elsu í kotinu... og var læst úti aftur... svo ég fékk bara að sofa hjá Elsu... og er bara flutt þangað núna, þar sem ég nenni ekki að búa með fólki sem læsir mig úti og kallar mig alka...! og Kristín var rekin:S:S úgh...
Svo núna er verið að stokka upp vaktakerfið því ég á við samskiptavanda að stríða við ákveðna manneskju, og hún getur bara átt sig í sínu fúla horni. En ég er í góðu... ég er náttúrlega bara alltaf full eða þunn í vinnunni svo ég man ekkert hvað er í gangi;);)

Búin að kvarta og kveina nóg;)

Yfir OG úT í BjÖRGUNarKút!! :D:D