Wednesday, September 24, 2008

ÉG ER GÁFNALJÓS...með sprungna peru...!



Fann hér eina gamla og góða.. Aðalheiður Kristjánsdóttir Hvanneyringur í húð og hár að NÍÐAST á mér, as usual;) ahhh.. vistin á Skaganum, hvað ég vildi að ég væri þar...NOOOOT!!! HAHAHAHAHA..

En þetta var daglegur viðburður á meðan ég bjó þar, Aðalheiður lét mig ekki vera...

Þegar við vorum saman í herbergi, fékk ég ekki svefnfrið.. Hún settist á rúmið mitt á hverju kvöldi og tilkynnti mér að sér væri illt í eyrunum... Svo stal hún ÖLLUM sokkunum mínum og beit á þá gat.. sérstaklega þessa skítugu. Svo spreyjaði hún hárið á mér grænt og meig í koddann minn. Svo ég tali nú ekki um það sem hún gerði við sængina mína... "AHHHH IT'S A POOOOPY"!!

Eftir að leiðir okkar skildi og ég færði mig um set yfir á hinn ganginn tók hún til við að hræða úr mér líftóruna, sérstaklega eftir að ég horfði á creepy myndir. The Grudge 2 er ekki fyrir viðkvæmar sálir eins og mínar og það notfærði Aðalheiður sér, þó hún kæmi ekki nálægt því... Hún lét nokkra ónefnda menn koma inn í herbergið mitt og hræða mig sundur og saman, sem lauk með því að ónefndur drengur kom á brókinni með gasgrímu að nánast drap mig úr hræðslu.. Og hvar Aðalheiður faldi sig á meðan er enn óljóst, enda á hún hulda kynlífsdyngju einhversstaðar í djúpum Hvanneyrar, og hefur eflaust verið þar. Að skemmta sér yfir óförum sálar minnar.

ÉG hef ekki enn beðið þess bætur að hafa kynnst þessari mannsveskju... en það var þess virði. Nú hef ég ekki lengur persónuleika og engar skoðanir, er alltaf hrædd og naga neglurnar ofan í kviku. En það er í tísku að vera svona svo TAKK elsku Aðalheiður mín. Megir Þú Lengi Lifa.

ATH: þessi frásögn er nánast algerlega byggð á hugarsmíð.. ekki taka henni alvarlega.

2 comments:

Alla said...

HAHAHAHAHA Shit hvað þetta er fokkings fyndið;) Mikið af þessu satt...ekki alveg allt samt;) En ég elska þig líka Gunna Mæja:**

Gunna Mæja said...

hjamm hjamm.. Þú vilt bara ekki viðukenna að það er sannleikskorn í hverju kjaftæði..;)