Tuesday, September 2, 2008

Byrjuð í skólanum...!

ÞAÐ er kominn september, fyrir þá sem ekki hafa tekið eftir því.

Og ég er byrjuð í skólanum. Og þetta verður miklu strembnara (töff orð;)) en ég hélt. Er að fara að skrifa ritgerð um nytsemi sveppróta í jarðvegi, læra um próteinþörf jórturdýra, læra að þekkja skrilljón grastegundir í sundur sem eru nánast alveg eins og svo á ég að læra að mjólka með róbót... ÉG vil EKKI eiga BELJUR!! en svona er þetta og mér lýst bara vel þetta... verð bara að reyna að fá frí svo ég komist í réttirnar því annars held ég ekki sönsum... :P

Og já, efnafræði og hlunnindi og nýsköpun með henni Þórunni Reykdal... Þekki hana nú síðan á Kleppi. Það er samt pínu vandræðalegt hvað allir hérna þekkja mig... "Nei hæ Gunna Mæja!" ...og ALLIR horfa á mig, með svona "oh kennarasleikja" svip. Kemur sér samt stundum vel;)
Þekki næstum enga hérna á vistinni, er samt alltaf að kynnast nýju og nýju fólki... það er samt dálítið tricky því það er nú ekki beint það auðveldasta sem ég geri, fer alltaf alveg í kleinu og veit ekkert hvað ég á að segja.... Og svo höfum við þurft að kynna okkur í nánast hverjum tíma; svona svo kennararnir læri hvað við heitum:P svo ég er aðeins farin að muna hvað hver heitir:D

En annars er voða lítið að frétta... hætti í Húsafelli 24. ágúst:D og var svo heima að reyna að koma einhverju skepulagi á draslið mitt og hefur einhvern veginn tekist að týna fullum kassa af VERY important glósum úr vistfræðinni!!... OG ÉG SEM GLÓSAÐI SVO MIKIÐ!!! :'( en hann vonandi finnst einhversstaðar.... Svooo flutti ég á heimavistina á Hvanneyri á miðvikudaginn... tók mig tvo daga að finna sturturnar... og þær líta út eins og heimsklassa hryllingsmyndasturtur... vantar bara ógeðslegu köngulóna að skríða uppúr niðurfallinu, en það hefur sem betur fer ekki gerst enn sem komið er því ÞAÐ yrði mitt síðasta!! hins vegar var einhver önnur padda að skríða á gólfinu en ég var nú fljót að ganga frá henni með Ajax-Triple action!! HAHAHAHAH... gott á hana!!

Helgin fór í ball á föstudaginn... hef sjaldan verið á jafn troðnu balli; og það með GEIRMUNDI... og mömmu.
Fór svo í fjós með frænku minni og mér til skelfingar þurfti ég að MJÓLKA. Hef verið logandi hrædd við beljur frá því ég var í Noregi og "Krölla" reyndi vísvitandi að kremja mig til dauða. Og þessar blessuðu beljur voru ekkert á því að vera þægar við mig... sparka í mig og slá mig í rassinn með halanum :S En það var nú samt ein sem á hrós skilið fyrir almennilegheit, því hún stóð kyrr eins og stytta á meðan ég þvoði hana og setti á hana tækin... Ahhh ég ætla að stela henni og hafa hana í garðinum hérna fyrir utan:D

Og svo fer að styttast í smööölun... eins gott að ég verði hætt að vera með nefrennsli og illt í hálsinum þá... og ætti að verða í betra formi þá því ég er ALLTAF að labba upp og niður stigann:D

En lífið er gott því sjónvarpið virkar ->LOFTNET geta bjargað deginum:D

Kveð veröld rafrænna samskipta að sinni, í skjábirtuvímu og farin að horfa á Skjá1; með örlítilli snjókomu! :D

1 comment:

Alla said...

Hann Frímann er nú nágranni þinn....það ætti ekki að vera erfitt;)....hlakka til að sjá þig á fimmtudaginn:)
kv. Alla

p.s. Er Þórunn að kenna þér?