Friday, October 10, 2008

...Að taka eitthvað í nefið...

Ég tók í nefið þrisvar í þessari viku. En það var ekki neftóbak heldur próf!... HAHAHA já ég tók þau í nefið... það er miklu fallegra að segja það en "ég tók það í rass*****". Eða það finnst mér að minnsta kosti. En semsagt þá var ég að klára miðannarprófin á fimmtudaginn; fór í búfjárrækt á mánudaginn, bókfærslu á þriðjudaginn, efnafræði á miðvikudaginn og jarðvegsfræði-og nytjajurtir á fimmtudaginn. Og það má segja það að þriðjudagar eru ekki mínir dagar, og ekki föstudagsmorgnar heldur;S
Svo var auðvitað fimmtudagsdjamm, og það í meira móti enda hálfgert próflokapartý:D Fór til Jóhanns og Jónasar og byrjuðum þetta frekar rólega... Allir bara að spjalla en svo fór restin af liðinu að koma og þá byrjuðu allir að syngja; meira að segja Eyþór, sem breyttist úr Neyþór í Jeyþór á augabragði! hahahaha... Og svo skvetti ég duglega yfir símann minn:S Það var samt ekki mér að kenna, því Frímann lét mér bregða svo rosalega að ég hélt að ég fengi hjartaáfall... og svo núna rétt í þessu var ég að skvetta helling af kertavaxi yfir nýju skólatöskuna mína... :'( búhúúú.. það er svona að vera brussulegur klaufi:(
En "aglavega" þá fórum við öll á barinn og þaaað var spes!! Sumir gátu ekki staðið í lappirnar og lágu nokkrum sinnum í gólfinu hahaha.. og dúettinn Nína og Geiri veitti okkur þá ánægju að mæta á svæðið. (wahahahaha)
SVO dansaði ég regndans á leiðinni í eftirpartý með Jóhanni og Stefáni og steig í hvern einn og einasta poll sem mögulegur var á leiðinni... og var alveg gegnblaut og úlpan mín er ennþá að þorna!! Og já, eftirpartýið var baaaaara gaman:D:D:D:D Hin geysivinsæla Lilja veitti mér þann heiður að syngja "rassgat og rassgat og píka, rassgat og rassgat og píka, gervitungl í hausinn, vonandi ekki þú líka"! Og það var svooo fyndið að ég er ennþá með harðsperrur í maganum af hlátri...og já hló nú svo sem að öðru líka!!;);)
Svo seint og um síðir var öllum hent út og við fórum í billjard uppá vist:D Og að sjálfsögðu vann ég!! haha.. eða svona vann og ekki vann... sigur er undarlegt hugtak...! Fór víst ekki að sofa fyrr en hálf fimm, eftir glæsilegan leik í billjardinu og vaknaði svo "eiturspræk" eða svo um hálf átta og dröslaðist bókstaflega í tíma. Og mér hefur ekki liðið jafn illa í langan tíma... Það var eins og það væru fimmtán pólskir smiðir að hamast í hausnum á mér!... Og það á meðan ég var í jarðvegsfræðitíma og efnafræði... Alkohól er að vísu efni en það fer ekki saman að hafa það í blóðinu og að reyna að læra að finna út hlutföll efna í efnajöfnum... En þetta kemur alllt kalda vatninu, enda drakk ég það í lítratali í morgun;)
Svo fórum við fimm í Hyrnuna og fengum okkur að éta.. Ahm það var svo gott:D:D Og þegar ég ætlaði að reyna að vinna upp svefnleysi vikunnar vildi ekki betur til en svo að það var einhver andskotans kóræfing eða guð má vita hvað og eg gat ekki sofið fyrir endalausu gauli... Og það hætti ekki fyrr en um tólf á miðnætti! Og svo sit ég hérna á rassalingnum með Kötlu og Jónasi og glápi á danska mynd um hana Nynne... Og þetta er bara alveg ágæt mynd, ótrúlegt en satt, miðað við upprunann;) Sýnist þau hafa það bara nokkuð kósý, Katla í sófanum með sængina sína eins og lítið barn að horfa á barnatímann;) hahaha... en maður á það nú skilið að slappa aðeins af eftir þessa viku:D
Svo eru ritgerðir og verkefni alla næstu viku og endalaust vesen hægri vinstri... Þyrfti svo að æfa mig á traktor við tækifæri og semja ræðu og afhjúpa eins og eitt skilti eða svo um helgina. Ef því verður ekki frestað eina ferðina enn.
En komið mun meira en mikið meira en nóg!!!
Yfir og út, ég er með björgunarkút!!!

2 comments:

Alla said...

Jæja þetta hefur verið skemmtilegur föstudagur:) láttu mig vita ef þú verður eithvað við um helgina svo ég geti kíkt á þig því þú ætlaðir að segja mér einhverjar kjánalega sögu:)

Gunna Mæja said...

ó já það!.. ég var alveg búin að gleyma því... en ég verð upptekin allan morgundaginn í einhverju veseni:S