Friday, September 12, 2008

Komin af stað...

... en lenti í holu!
Er ennþá að reyna að átta mig á því að ég þarf að læra heima!.. og það er ansi erfitt að koma sér inní þetta aftur eftir svona pásu, sem var nú reyndar engin rosaleg pása... En ég er samt á réttum stað. Held að ég hafi sjaldan gert nokkuð jafn gáfulegt og að sækja um í búfræði :D Reyndar verð ég stundum alveg rosalega stressuð, því það er svo margt sem ég kann EKKI NEITT... til dæmis að keyra traktor... en það reddast. Kannski get ég fengið að æf mig hjá ömmu eða eitthva... sé til.

Leið yfir mig í gær... jeiiii.. svo ég skreið bara upp í rúm og var þar góðan part af deginum... dröslaðist svo á klúbbakynningu, og sé ekki eftir því... er sko pottþétt að fara í Búfjárræktarklúbbinn, Hrútavinafélagið Hreðjar og örugglega eitthvað fleira... :D

Var svo ómunalega mikill aumingi í gær að ég fór að sofa klukkan 22:30. Veitti ekki af svefni enda að kafna úr kvefi... en á meðan ég svaf eins og rotaður flóðhestur voru örugglega flestir aðrir bara á Kollubar... En það koma fleiri fimmtudagar, og föstudagar og lagardagar... hahaha..;)



Er búin að fá sófa til að hafa hérna í herberginu. Gott að þurfa ekki alltaf að sitja í svona stólum eins og eru á vistinni á Skaganum.. er nefnilega enginn skrifborðsstóll, bara rúm, 2 skrifborð og tveir svona venjulegir stólar. Og ég er alltaf hérumbil dottin á hausinn því ég er svo vön að ýta mér frá skrifborðinu í skrifborðsstól.. en þessir stólar detta bara aftur fyrir sig ef maður reynir eitthvað svoleiðis... Ætla ekki að segja hvers oft ég er búina ð gleyma því :S ehehhh..



Og svo styttist í smalanir... Held að fyrsta smölun hjá ömmu sé 21. september, svo maður verður að fara að æfa sig, gæti hlaupið upp og niður stigann, það er nú bara svipað, það er að segja ef ég gæti nú dregið inn svona eins og 50 brikitré og fest þau í stiganum.. en held að það myndi ekki vekja mikla lukku.. Hinir gætu svosem bara tekið lyftuna;)



Þarf að finna ullarsokkana mína og regnbuxurnar, því ég ætla að skella mér í Oddstaðarétt eins og venjulega.. hún er 17. september og ég get ekki beðið.. Hef aldrei sleppt því að fara í hana og það stendur ekki til næstu árin. Er orðin bara skrambi góð að þekkja kindurnar sem ég á að draga, þær eru allar svo líkar í framan að ég þekki þær á svipnum.

Mig langar til Noregs... bara svona rétt að skreppa:P Það sem minnir mig á Noreg eru broddgeltir. Eins og þessi á myndinni. Þeir eru svo krúttlegir.. en þeir bíta og hvæsa. Og þegar þeir skemmta sér heyrist í þeim eins og í litlum lestum... TJHÚ-THJÚ! hahhaa.. Langar svolítið að hitta allt þetta skyldfólk mitt... Hef ekki séð þau síðan 2005. Alltof langt. En kannski fer ég út á næsta ári í fermingu hjá skrímslinu honum frænda mínum;) kemur í ljós...

En fyrst á dagskrá er að glósa allt sem ég á eftir að glósa, og skila öllum þeim verkefnum sem ég á eftir að skila; það er nú reyndar bara eitt, og svo að finna öll lömbin mín þegar það er búið að smala, og þaueru sko 10 takk fyrir! Þar af tvær forystugimbrar :D og ein svört og svo fimm hvítar gimbrar og tveir hrútar. Og svo er bara að sjá hvernig hún Golsa gamla hefur það og reyna að fá að hafa hana í bara eitt á enn.. hún er svo góð:'(
~> Gunna í gúmmiskónum er farin!!

1 comment:

Alla said...

Nei sko er Gunna Mæja ekki orðin Facebook sulta?;) Til hamingju með það og velkomin í hópinn:)
En mig dreymdi alveg hræðilegann draum í nótt...mig dreymdi að ég hefði hringt í Elsu og þá var hún alveg að verða komin upp á Hvanneyri (en vildi samt ekki viðurkenna að hún væri að fara þangað) á fimmtudagskvöldi, og hún bauð mér EKKI með....það sem ég var sár og reið við stúlkuna!;)