Saturday, October 18, 2008

...og enn einn fimmtudagurinn;)


Það er laugardagur... víííí.. þá situr maður bara upp í rúmi og hofir á sjónvarpið eða þykist læra eitthvað, en það er alveg hægt að læra af sjónvarpinu líka! Kemur oft eitthvað gáfulegt út úr því....eða að minnsta kosti stundum.
Eða þá að maður liggur eins og klessa uppí rúminu og reynir að telja sér trú um það að maður sé bara að ímynda sér að maður sé ennþá þunnur eftir skrallið á fimmtudaginn... :P Seinni hlutinn á eiginlega við mig, þó ég sé skárri núna en í gær... var á tímabili að spá í að leggjast bara í dvala þangað til á mánudaginn;) ..eða þess vegna aðeins lengur...
En það er víst ekki nógu sniðugt því það er svei mér þá nóg að gera!! Ojá! Tvær ritgerðir og svo verkefni hér og þar og allstaðar... En ég tek það í nefið eins og allt hitt nema bókfærslu... Eða já, ég er ekki ennþá búin að fá útúr bókfærsluprófinu, og satt að segja langar mig bara ekki baun í það!! veit alveg að þetta verður einhver hroðalegur hryllingur...! En þá er bara að byrja uppá nýtt og reyna að læra þetta betur... En hins vegar gekk mér alveg ótrúlega vel í hinum prófunum; 9,7 í nytjajurtum og jarðvegsfræði, 8,7 í búfjárrækt og 8,2 í efnafræði... Svo þetta gengur svosem ágætlega og því bara allt í góðu að detta í það einu sinni í viku eða svo, og það á fimmtudögum! Strax farið að hlakka til næsta fimmtudags:D:D
En sem sagt þá átti að vera partý hjá Geir og Grana en þeir beiluðu á því blessaðir... svo við vorum flest baa uppá vist í billjard og eitthvað og fórum svo til Laugu spaugu... Alltaf partý þar!!;) og líka bestu partýin;) Svo fórum við bara á barinn, Jónas gleymdi að lemja mig eða þá að ég tók bara ekki eftir því og svo er ég með harðsperrur eftir að hafa farið í fótbolta... Eftirpartýið var ekkert spes... svo ég var nú ekki lengi þar... Og svo var ég nánast dauð úr þreytu og þynnku á föstudaginn og Þórunn kennari var alveg viss um að ég væri að sofna, en haha! ég hélt mér vakandi allan tíman og gerði alveg helling af dæmum í efnafræði þó að ég gæti ekki einu sinni fókusað á töfluna...
En ég held að maður taki því aðeins rólegar næsta fimmtudag... ætla allavega ekki að hrynja í það þá! kannski bara svona smá... ;) En svo er Hrútavinafélagið Hreðjar með ferð næstu helgi og ÉG ÆTLA!! missi ekki af því fyrir miiilljón!
og já.... P.S. Lauga vann!!!:( en ég held að ég hafi verið í öðru sæti!! hahahahhaha!!! ;););)
Yfir og út ég á eldspýtu með anorexiu!!

2 comments:

Alla said...

Jæja það er gott að einhver nennir að detta í það....ég nennti því ekki í gær...en hinsvegar talaði ég við Ingvar vin okkar í símann í gær...og hann sagðist ekki vera snefsinn:) En í sambandi við hanakambinn þá varð hann ekki reiður og sagði mér alla söguna;)

En sé þig á mánudaginn eða þriðjudaginn;)

Alla said...

Gunna ó Gunna ég sé þig í anda svo fögur að vanda ó Gunna:)
En takk fyrir síðast:)
Ég veit þú ert í skóla og vil ekki vera með nein leiðindi en mig er farið að þyrsta í nýtt blogg úr hausnum á þér:)
Til dæmis um síðasta fimmtudagskvöld eða eithvað slíkt:)
love you;*