Saturday, October 4, 2008

...PARTÝ, BÖLL OG PRÓF...

Ég þarf að gera alltof mikið. Og kem ekki helmingnum í verk. Eða bara nenni því ekki. Er búin að vera að smala tvær síðustu helgar, fyrri helgin var alveg djöf*** og dauði. Langt síðan ég hef þurft að hlaupa jafn mikið, og það í birkiskóg sem væri réttast að kveikja í sem fyrst. Ljóta ruslið... Og svo eru allir að væla yfir að kindur skemmi skóg og eitthvað helv**** kjaftæði.. ætti að senda allt það lið í smölun með mér, þar sem ekki er hægt að komast áfram fyir þessum fjára, þó að kindurnar gangi þarna allt sumarið! Held svei mér að ég fari og ráðist á þetta með sög næst þegar ég er í vondu skapi. Þyrfti að endurnýja göturnar sem voru þarna, en er núna vaxið yfir þær og hvergi hægt að komast nema með að festa hárið í trjánum og detta í holur og læki sem eru að fela sig undir trjánum... Svo í staðin fyrir að hóa eins og venjulegt fólk er ég bölvandi eins og fimmtugur sjóari að reyna að rífa hárið á mér laust úr greinunum... En það virkar svosem svipað...

En það góða við þetta var að allar kindurnar mínar eru komnar heim, og segiði svo að forystukindur séu bara með vesen; sei sei nei, hún Lóa min kom sko heim eins og venjulega, með gimbrarnar sínar, sem áttu að vera þrjár en ein dó. Get nú ekki sagt að þær séu vænar, enda þrílembingar fyrsta mánuðinn og þar að auki hreinar forystukindur. En vona samt að þær verði settar á. Golsa gamla kom líka með sínar tvær, veit ekki hvort hú verður sett á einn vetur í viðbót, á það alveg skilið sú gamla. Verð að minnsta kosti að endurnýja hana fljótlega, og það helst með nýrri Golsu. Mógolsa og Ógolsa komu auðvitað líka, báðar með tvö, og Þumalína með lambadrottninguna sína, mætti nú vera betra bak á henni:S Er víst ekki nóg að hún sé stór. Og já! Móra kom, með Svörtu-Móru. Er rosalega ánægð með þær, fyrsta lambið hennar og þegar maður horfði á öll lömbin stóð hún uppúr því hún er þónokkuð stærri en hin:D:D:D

Og svo fann ég vinkonu mína, hana Auka-Svört. Bjóst nú ekkert endilega við því að hún þekkti mig aftur, nýkomin af fjalli, en jú hún kom strax til mín. Ekki slæmt það;)

...Er samt pínu ósanngjarnt að ég sem reyni og reyni að spekja mínar eigin kindur, gengur ekkert með þær, heldur bara hinar. Plaaahh.... Búin að spekja tvær en mínar vilja ekki sjá mig, nema Þumalína, og þá bara til að bíta mig! Já hún er skrítin skrúfa...
Verður ekki smalað aftur fyrr en einhvern tíma í lok október, og þá verða líka ásetningsgimbrarnar valdar. Vona nú að ég eigi eitthvað af þeim;) En það kemur í ljós.
Er svo að hugsa um að skella mér á rúningsnámskeið ef það verður haldið hérna.. væri örugglega töff!:P
Fór í partý á fimmtudaginn... gaman gaman.. fór í partý í gær og á ball... ÆTLAÐI sko EKKI að dansa við nágranna minn takk fyrir!!.. Og svo er fullt af partýum í kvöld og líka ball... ogjá svo kannski notar maður sunnudaginn í lærdóm og svo ma´nudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í próf:S haha þetta reddast svei mér þá!:P:D
Farin að taka til og sofa...

No comments: