Friday, July 25, 2008

En gaman...

Og sei sei já...!

Nýtt blogg, sumarið næstum búið , þá nýr skóli, meira fyllerý, ný cocteil-bók, heimavist án Huldu; það er önnur heimavist, nýir vinir, þynnka og þrumustuð!! víííííííííííííí....
...og ég má ennþá ekki kaupa áfengi sjálf!
Er að fara í búfræði í haust, að læra málmsuðu (á eftir að kveikja í einhverjum!), búvélafræði (þarf nú að læra að keyra traktor fyrst), almenn efnafræði, jarðvegs og nytjaplöntu eitthvað, bókhald og beljufræði og eitthvað sniðugt... Og kannski eitthvað um kindur líka:D
Hlakkar ekkert smá til... get ekki beðið eftir að sumarið sé búið... Fara að smaaala, fara í réttirnar... Læra... eignast nýja vini... komast að því hvað það eru margar stelpur í búfræði, vona að ég sé ekki sú eina!!:D Það væri nú spes!... Verð að vinna í sundlauginni á Kleppi, eða býst alveg við því... þarf bara að komast að því hvernig stundaskráin hjá mér er svo ég geti fastráðið mig... Námið í forgang denke schön!... Ætla að reyna að standa mig betur núna heldur en á Skaganum, því þetta er nú eitthvað sem ég hef áhuga á, og svo er þetta miklu dýrara... og þetta eru mínir peningar og mitt val...!

En annars gengur bara þoookkalega í Húsafelli... finnst ég alltaf vera að vinna en er samt ekkert oft að vinna... Frekar langar vaktir, en þá er bara meiri yfirvinna og meiri peningur:D Gengur bara ágætlega að vinna í veitingasal... nema ég er svo mikil brussa.. samt bara búin að brjóta tvær undirskálar...
Hef þrifið klósett svona hundrað milljón sinnum í sumar, og ég ætla EKKI að ráða mig í þannig vinnu aftur! ó nei!... því ef maður er bóndi notar maður bara einhver tæki í skítverkin... ekki tusku og hanska!! Er komin með andlegt óþol fyrir bremsuförum og pissublettum!

Staffapartýið var í gær... var nú bara fjári gaman, og ég er gvuuuðs lifandi fegin að ég var ekki að vinna í dag!... hefði nú bara DÁIÐ!... Bollan kannski aðeins of áfeng, og leyndi því alltof vel... og ávextirnir ekki að skemma það:D Ýmislegt slúður í gangi eftir það... en förum ekki nánar útí það... forvitnum er bent á Elsu.. hún sér um Húsafellsslúðrið;)

Nánast öll familían í Noregi...bara ég og pabbi hérna á klakanum... væri alveg til í að fara til Norge, en svona er þetta þegar maður er í vinnu og tilvonandi námsmaður;)

En miiiklu meira en nóg í bili:D
Ta-Ta!

1 comment:

Alla said...

Nei en gaman að sjá þig hér:) Mikið er ég glöð að þú ert enn á lífi:) haha hélt ég hefði bara hitt drauginn Gunnu Mæju í Bónus um daginn því ekki hafði meira sést til þín þetta sumarið:) En draugar kunna ekki að pikka á tölvu svo mér er létt;)